CitizenB - Bára Halldórsdóttir

Klausturgate

Fyrir ári síðan, þann 20 nóvember, sátu 6 alþingismenn Miðflokksins inni á Klaustri. Þar opinberuðu þeir misbeitingu á valdi og vógu gróflega að samstarfskonum með niðrandi og kynferðislegum meiðyrðum. Ekkert þeirra hefur þurft að sæta ábyrgð og sitja þau öll enn á þingi. Bára Halldórsdóttir, uppljóstrari Klaustursmálsins, hefur núna skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klaustursmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið – sérstaklega hvað það mál þýðir fyrir öryrkja, fatlaða og hinsegin fólk; hvert er regluverk Alþingis til að vernda kjörna fulltrúa frá áreiti og tryggja þeim öruggt starfsumhverfi; hvað merkir það fyrir íslensku þjóðina ef fólk í valdastöðum þarf ekki að taka afleiðingum gjörða sinna; og hvernig verndum við uppljóstrara?

Málþingið á Facebook

Viðtöl við Báru

Viðtal í Fréttablaðinu

Viðtal hjá RÚV

Fréttaumfjöllun

Klausturgate.net

Iceland Monitor

Grapevine

Greinar og ræður

Karlar sem hringja í konur

Þránað smjör – um hómófóbíska orðræðu

Hatrið má ekki sigra

Við eigum betra skilið

Yfirlýsing European Disability Forum

Not In My Parliament – alþjóðlegt átak

Hvað segir almenningur?

Tjáðu þig á Twitter: #Klausturgate #KlausturgateRevisited #CitizenB #KlausturgateAriSidar #notinmyparliament #midflokksmalid   

Eða sendu tölvupóst á klaustur2019@gmail.com