CitizenB - Bára Halldórsdóttir

This is not a show

This is not a show

There are many struggles included in being an artist, we all know that. Being disabled adds its own difficulties. Having a pandemic hit the world surely has some added baggage. The other half of your art duo, coming down with a mystery illness, is quite disruptive. Having all normal life fall out of place, therefore making it impossible to make an art piece based on a comparison of normal life and life as a disabled person isn’t helping.So…This is not a show. But it might be a tale, or it might be a stand-up, or it might be the delusional rant of a half comatose chronic patient. It surely is a chaotic jumble of information, sadness, inside humour and absurdity, befitting the world stage today.

Það eru mýmargir hlutir sem takast á í lífi listakonu, það vitum við öll. Að vera fötluð bætir síðan við erfiðleikana. Svo skellur faraldur á heimsbyggðinni, sem auðvitað gerir ástandið enn verra. Þegar bætist við að annar helmingur listadúettsins þjáist af ógreindum veikindum þá er það enn ein truflunin. Þegar allt tengt venjulegu lífi fer úr skorðum, og gerir það ómögulegt að skapa listaverk sem byggir á samanburðinum milli venjulegs lífs og lífs fatlaðrar manneskju, þá hjálpar það ekki heldur.
Þannig að…
Þetta er ekki sýning. Þetta gæti hinsvegar verið frásögn, eða þetta gæti verið uppistand, eða jafnvel óratengt nöldur hálf meðvitundarlauss langveiks sjúklings. Þetta er svo sannarlega óreiðukennd blanda af upplýsingum, einkahúmor, dapurleika og fáránleika, sem á svo mikið heima í þeirri heimsmynd sem við búum við í dag.

Links / hlekkir